Hausttónleikar SK 2. nóvember 2022

Hausttónleikarnir okkar verða haldnir í Háskólabíói miðvikudaginn 2. nóvember klukkan 19:30

Klæðnaður:

Við verðum virkilega spariklædd á tónleikunum að vanda. Allir eiga að koma í sínu fínasta pússi. Best er ef svartir og hvítir litir eru ríkjandi, en það er þó ekkert bannað að koma í fötum í öðrum litum. (A sveitin má gjarnan vera litríkari en B og C sveitirnar).  Aðalmálið er að vera í sparifötunum 😊

Laugardag 29. október eru aukaæfingar (generalprufur) í Tónhæð:

Æfing A sveitarinnar er    kl. 10:00 – 10:50     í Tónhæð
Æfing B sveitarinnar er    kl. 12:30 – 13:30     í Tónhæð
Æfing C sveitarinnar er    kl. 11:00 – 12:20     í Tónhæð

Miðvikudaginn 2. nóvember eru æfingar í Háskólabíói.

Til að æfa innkomur og staðsetningar verður stutt æfing í Háskólabíói á tónleikadaginn sjálfan. Gengið er inn að aftanverðu, inn um kjallaradyr við hliðina á útgöngudyrunum út úr stóra salnum.

Æfingar í Háskólabíói miðvikudaginn 2. nóvember eru:

Æfing A sveitarinnar er    kl. 18:20 – 18:50     í Háskólabíói
Æfing B sveitarinnar er    kl. 17:30 – 18:10     í Háskólabíói
Æfing C sveitarinnar er    kl. 16:30 – 17:20     í Háskólabíói

Foreldrafélagið okkar býður upp á hressingu fyrir hljóðfæraleikarana eftir æfingarnar, frá kl. 18:30 – 19:15.  A sveit fer ekki heim á milli æfingar og tónleika. Þau sem eru í B og C sveit mega fara heim á milli æfingar og tónleika ef það hentar þeim en mega líka bíða í bíóinu.

B sveit: mæting í Háskólabíó fyrir tónleikana er kl. 19:10.   Við byrjum á því að stemma alla hljóðfæraleikarana og hita vel upp.

C sveit mætir á tónleikana kl. 19:30 og situr úti í sal fram að hléi.

Allir hljóðfæraleikarar eiga að hlusta á hinar hljómsveitirnar spila. Þegar A sveitin er búin með sína efnisskrá fara þau niður í kjallara og ganga frá hljóðfærunum. Best er að geyma hljóðfærin í kjallaranum. Eftir að B sveitin er búin að spila sitt fyrsta lag má A sveit fara út í sal og setjast hjá pabba og mömmu.

B sveitin er baksviðs á meðan A sveitin spilar og fer svo fram í sal í hléinu.

Munið svo að fá sem flesta sem þið þekkið til að koma á tónleikana!!

Miðasalan verður á Tix.is og verður opnað fyrir hana miðvikudaginn 26. október.

https://tix.is/is/event/14299/

Aðgangseyrir er 1.800 krónur fyrir 16 ára og eldri, en frítt er fyrir börn.

Foreldrar A og B sveitar athugið að ef þið viljið að börnin ykkar geti setið hjá ykkur eftir að þau eru búin að spila verðið þið að „kaupa“ barnamiða fyrir þau svo þau hafi tryggt sæti. C sveitarkrakkarnir þurfa ekki miða, þau sitja í auðum sætum aftast í salnum fram að hléi.