Það var okkur mikið gleðiefni að samkomutakmarkanir voru rýmkaðar í skólastarfi frá 12. febrúar. Mikilvægast fyrir okkur er að nú er mögulegt að fá fulla mætingu á æfingar A og C sveita, en undanfarið höfum við þurft að skipta þeim hópum niður á æfingar vegna fjölda hljóðfæraleikaranna. Einnig auðveldar þetta okkur að halda veglega vortónleika þann 6. mars.
Nýtt ár hjá SK
Þá er árið 2022 komið á flug og vonandi verður það okkur öllum betra en síðasta ár.
Við leggjum af stað með kennslu skvt. stundaskrá að undanskildum nokkrum breytingum á æfingum A og C sveita sem eru of fjölmennar fyrir 50 manna fjöldamörkin.
Spilað með landsliðinu í hljóðfæraleik
Það var glæsilegt tækifærið sem fjórir flautuleikarar úr SK fengu í desember að spila með Sinfóníuhljómsveit Íslands á fernum jólatónleikum í Eldborgarsal Hörpu. Þaulæft atriði undir stjórn Berglindar Stefánsdóttur kom mjög vel út og var þeim Aðalheiði Kristínu, Heiðdísi Hrönn, Hildi Örnu og Hrafnhildi Freyju til mikils sóma.

Jólatónleikar í Hörpu
Allar hljómsveitirnar okkar þrjár voru með „kósýkonsert“ í Hörpu þann 18. desember. Yndislegt að fá loksins tækifæri til að koma fram og spila jólalögin enda búið að fella niður öll gigg sem við áttum bókuð á aðventunni vegna covid.

Leikið í Snælandsskóla

Nokkrir nemendur SK úr Snælandsskóla léku á virðulegri athöfn í skólanum sínum miðvikudaginn 17. nóvember. Verið var að fagna því að skólinn er núna réttindaskóli UNICEF. Þau stóðu sig alveg óaðfinnanlega vel eins og þeirra var von og vísa.
Hausttónleikar allra sveita SK

Miðvikudaginn 3. nóvember var mikið fjör í Háskólabíói þegar allar hljómsveitirnar okkar þrjár komu fram og spiluðu fjölbreytta efnisskrá. Tónlist úr kvikmyndum, dægurtónlist og dansar, krefjandi konsertverk og léttar húmoreskur.
Æfingabúðir B og C sveita

B og C sveitir fóru í æfingabúðir í október. Við gistum tvær nætur í Hlíðardalsskóla og æfðum og æfðum til að undirbúa hausttónleikana sem best.
Vetrarstarfið að hefjast

Þá setjum við skólahljómsveitina af stað eitt árið enn og í þetta sinn aftur í skugga Covid. Vonandi verðum við fljót að hrista það af okkur og náum að gera góðan vetur fyrir okkur öll.
Helstu upplýsingar um vetrarstarfið eru sendar í fréttabréfi til foreldra í tölvupósti og þær má jafnframt sjá hér: Fréttabréf
Einnig er gott að skoða viðburðadagatalið hér hægra megin á síðunni (neðst í símaviðmóti) og skóladagatalið
Fyrsti kennsludagur er fimmtudagurinn 26. ágúst.
Tónleikar og tónleikaferð hjá C sveit
C sveitin okkar sparkaði kórónaveirunni út fyrir hafsauga með hressilegum tónleikum í lok vetrar. Fyrri tónleikarnir voru í Norðurljósasal Hörpu þriðjudaginn 8. júní og þeir seinni á Hellu laugardaginn 12. júní í samvinnu við Tónlistarskóla Rangæinga.

Innritun fyrir veturinn 2021 – 2022
Innritun nýrra nemenda fyrir skólaárið 2021 – 2022 er lokið.
Innritun er einungis opin börnum sem eru í 3ja bekk grunnskóla í Kópavogi. (Börn sem eru að fara í fjórða bekk næsta vetur)
Umsóknarsíðan var opin frá mánudeginum 10. maí föstudagsins 14. maí.
Öllum umsækjendum var úthlutaður viðtalstími föstudaginn 14. maí á tímabilinu 13 til 19.
Nánari upplýsingar um innritun má finna hér