Vorferð A sveitar í Grafarvog 2022

A sveit fór í skemmtiferð í Grafarvog 23. apríl 2022. Við heimsóttum Skólahljómsveit Grafarvogs og æfðum með þeim tvö lög. Í lokin voru stuttir tónleikar þar sem við spiluðum tvö af okkar lögum og SG spilaði tvö af sínum lögum. Í lokin spiluðum við svo lögin tvö sem við vorum búin að æfa saman.

Eftir tónleikana var boðið upp á hressingu fyrir alla og síðan kíktum við í Gufnesbæinn og lékum okkur stutta stund í góða veðrinu.

Við lukum svo deginum með keilu og pizzu.