Vortónleikar í Háskólabíói 10. mars 2019

Vortónleikarnir okkar verða haldnir í Háskólabíói, sunnudaginn 10. mars kl. 14:00

Klæðnaður:

Við ætlum að vera virkilega spariklædd að vanda. Allir eiga að koma í sínu fínasta pússi. Best er ef svartir og hvítir litir eru ríkjandi, en það er þó ekkert bannað að koma í fötum í öðrum litum. (A sveitin má líka gjarnan vera litríkari en B og C sveitirnar).

Laugardagur 9. mars: Aukaæfingar í Digranesi

Laugardaginn 9. mars , verða aukaæfingar í Digranesinu til að renna yfir tónleikaprógrammið og æfa okkur í að koma fram á tónleikum. Það er mjög mikilvægt að allir komi á þessar æfingar og fái sig lausa frá öðrum verkefnum til að komast á æfingu.

Æfing A sveitarinnar er    kl. 10:45 – 11:45     í Digranesi

Æfing B sveitarinnar er    kl. 12:00 – 13:10     í Digranesi 

Æfing C sveitarinnar er    kl. 9:00 – 10:30       í Digranesi 

__________________________________________________

Sunnudagur 10. mars: Aukaæfingar í Háskólabíói.

Til að æfa innkomur og staðsetningar kemur hver hljómsveit á stutta æfing í Háskólabíói að morgni tónleikadagsins. Gengið er inn að aftanverðu, inn um kjallaradyr við hliðina á útgöngudyrunum út úr stóra salnum. Þið megið fara heim eftir æfinguna ef þið viljið, en þið megið líka bíða í Háskólabíói fram að tónleikum ef það hentar ykkur betur. Boðið er upp á hressingu á milli æfinga og tónleika.

Æfing A sveitarinnar er    kl. 12:20 – 13:00     í Háskólabíói

Æfing B sveitarinnar er    kl. 11:30 – 12:15     í Háskólabíói

Æfing C sveitarinnar er    kl. 10:30 – 11:30     í Háskólabíói

__________________________________________________

Hressing í boði eftir æfingu

Alantsolía býður upp á pylsur og drykk fyrir hljóðfæraleikarana eftir æfingarnar, frá kl. 11:30 – 13:30.

__________________________________________________

A og B sveit: mæting í Háskólabíó fyrir tónleikana er kl. 13:30. 

Við notum tímann fram að tónleikum til að stemma alla hljóðfæraleikarana og hita vel upp.

C sveit mætir á tónleikana kl. 14 og hitar síðan upp í hléinu.

Allir hljóðfæraleikarar eiga að hlusta á hinar hljómsveitirnar spila. Þegar A sveitin er búin með sína efnisskrá farið þau niður í kjallara og ganga frá hljóðfærunum. Eftir að B sveitin er búin með sitt fyrsta lag mega þau fara út í sal og setjast hjá pabba og mömmu.

B sveitin bíður baksviðs á meðan A sveitin spilar lögin sín og gengur á svið strax á eftir A sveit. Þegar B sveitin er búin með sín lög er hlé á tónleikunum og þá fara þau fram í sal og hitta sitt fólk.

__________________________________________________

Miðasala

Miðasalan opnar kl. 10 á sunnudeginum í Háskólabíói, svo þeir sem vilja geta keypt miða strax um morguninn, til að forðast biðröðina sem myndast rétt fyrir tónleikana.

Aðgangseyrir:
1.500 krónur fyrir fullorðna,
900 krónur fyrir 12 – 16 ára,
ókeypis fyrir 11 ára og yngri.

Munið að fá sem flesta sem þið þekkið til að koma á tónleikana!!