Carlos hlýtur verðlaun í Brussel

img003Carlos Caro Aguilera básúnukennari hjá SK verður í Brussel um miðjan nóvembermánuð til að taka við verðlaunum sem hann fékk þar fyrir frábæran árangur í mastersprófi í básúnuleik vorið 2013. Við verðlaunaafhendinguna núna mun hann leika einleik á básúnu í verkinu „Cavatina op. 144“ eftir Camille Saint-Saëns.

Um verðlaunin segir: „The Ingeborg Köberle award is granted to highly promising students for their exceptional performance skills at the Royal Conservatory of Brussels.“

Við óskum Carlosi til hamingju með verðlaunin 🙂