Vortónleikar 2015

_MG_6654_cropVortónleikar SK voru haldnir í Háskólabíói, sunnudaginn 8. mars.

Þar var ýmiskonar tónlist leikin fyrir káta áheyrendur af alls um 160 börnum og unglingum.

Allar hljómsveitirnar þrjár sem starfa undir hatti SK komu fram hver með sitt ólíka prógramm.

Meðal þess sem yngsti hópurinn (A sveitin) lék fyrir tónleikagesti var frumflutningur á glænýjum marsi sem ber nafnið „A-marsinn“ og var sérstaklega saminn fyrir þessa tónleika. B sveitin hélt áheyrendum við efnið með skemmtilegri útsetningu af Proud Mary og Jump Street Boogie og á eftir þeim tók C sveitin svo við með Mars eftir Shostakovich, Glenn Miller syrpu og Free Running, en það verk sækir innblástur í parkour íþróttina.