C sveit SK lék á afmælistónleikum bæjarins í Kórnum sunnudaginn 10. maí. Flutt var tónverkið Þursafónía sem byggir á íslenskum þjóðlögum og útsetningum Þursaflokksins á þeim. Ekki oft sem sveitin fær tækifæri á að spila fyrir svona marga góða áhorfendur og þar að auki í flottasta hljóðkerfi landsins.