Óskalög þjóðarinnar í blásarabúningi

Kopavogur c-sveit 1

Kopavogur A-sveit 2

Kopavogur B-sveit 2
Allar sveitir SK tóku þátt í maraþontónleikum í Norðurljósasal Hörpu, sunnudaginn 15. nóvember.
Tónleikarnir stóðu frá klukkan 11 að morgni til klukkan 18.

Allar hljómsveitirnar sem fram komu þennan dag vorumeð íslenska efnisskrá og þema tónleikanna var „Óskalög þjóðarinnar“ eftir samnefndum sjónvarpsþætti sem sýndur var á RÚV síðasta vetur. Þannig lékhver sveit að minnsta kosti tvö lög af þeim 35 lögum sem kepptu um titilinn Óskalag þjóðarinnar. Í tilefni af þessum viðburði voru fjölmörg þessara laga útsett sérstaklega fyrir blásarasveitir og voru nokkur þeirra frumflutt á tónleikunum.