Grillveisla með þýskum gestum

Sk5551 Sk5552Við buðum gestum okkar frá Þýskalandi í grillveislu föstudaginn 19. ágúst. Þau öfðu þá æft linnulaust í salnum okkar frá kl. 10 til 19:30 og voru vel að veislunni komin. C sveitin okkar var með í veislunni og spjölluðu við gestina. Allt gekk þetta ljómandi vel fyrir sig og ber að þakka öllum sem aðstoðuðu við að gera kvöldið skemmtilegt, allir foreldrarnir sem lögðu hönd á plóg, C sveitarkrakkarnir sem mættu og héldu uppi stuðinu, Ali (Síld og Fiskur) sem lagði til svínakjötið og Holtakjúklingur sem styrkti okkur um kjúklinginn. Gestirnir okkar voru alsælir með kvöldið og munu eiga þessa minningu um ókomna tíð 🙂