Starf á nýju ári

Starfið okkar í SK verður með sóttvarnarsniði framan af þessu nýja ári.

Öll kennsla er þó með hefðbundnu sniði fyrstu tvo mánuði ársins að því undanskildu að skipta þarf upp æfingum A og C sveita vegna fjöldatakmarkana. B sveitin er innan marka og samæfingar þar því samkvæmt stundaskrá.

Engir tónleikar eru fyrirhugaðir að svo komnu máli, en ef sóttvarnarreglur heimila munum við þó stefna á tónleika allra hljómsveita í marsmánuði, jafnvel á okkar fyrirhugaða tónleikadegi, þann 7. mars. Aðrar breytingar á kennslu og viðburðum bíða næstu reglugerðar um sóttvarnir.