Leikið í Snælandsskóla

Nokkrir nemendur SK úr Snælandsskóla léku á virðulegri athöfn í skólanum sínum miðvikudaginn 17. nóvember. Verið var að fagna því að skólinn er núna réttindaskóli UNICEF. Þau stóðu sig alveg óaðfinnanlega vel eins og þeirra var von og vísa.