Greinasafn fyrir flokkinn: Ferðir

C sveit í tónleikaferð

C sveitin okkar fór í glæsilega tónleikaferð til Ítalíu, Króatíu og Slóveníu dagana 10. – 20. júní síðastliðinn. Við héldum sex vel heppnaða tónleika auk þess að fara í siglingu á Gardavatni, keppa í Go-cart, skoða Feneyjar og margt fleira.

C sveit í tónleikaferð til Spánar

C sveit SK var í tónleikaferð á Spáni dagana 9. – 19. júní.

Leikið var á fjölmörgum tónleikum auk þess að skoða merka staði og fara í skemmtigarðar.

Á meðan sá B sveitin um verkefni hljómsveitarinnar, þar með talið skrúðgönguna á 17. júní.

Æfingabúðir C sveitar

c-sveit-haust-201614c-sveit-haust-201611
C sveit fór í sínar æfingabúðir í Hlíðardalsskóla helgina 7. – 9. október. Æfingar gengu mjög vel að vanda og náðust miklar framfarir í túlkun í stóra konsertstykkinu okkar.

Harpa og Berglind stjórnuðu svo kvöldvökunni eins og herforingjar 🙂

Landsmót í Garðabæ

IMGP4971 (1280x850)

IMGP4961 (1280x850)

IMGP4931 (1280x850)A og B sveitir voru á landsmóti í Garðabæ helgina 29. apríl til 1. maí.
Mótið heppnaðist mjög vel og er óhætt að fullyrða að allir hafi skemmt sér mjög vel.

Hér eru tenglar á helstu upplýsingar fyrir nemendur SK og foreldra þeirra:

Almennar upplýsingar fyrir foreldra og fararstjóra

Dagskrá mótsins

Síðustu upplýsingar fyrir nemendur og foreldra

Nafnlisti – litaskipting

Lögin sem á að hafa með á mótið

C sveit í vel heppnuðum æfingabúðum

12719236_10207688142017187_4475556247286776790_o

12694733_10207688138017087_7512427221997594938_o

12719373_10207688156337545_1349132453917648562_o

12694483_10207688146897309_1712694123480686521_o C sveit var í vel heppnuðum æfingabúðum í Hlíðardalsskóla helgina 5. til 7. febrúar. Stífar æfingar og mikill metnaður skilaði ótrúlegum framförum á stuttum tíma. En svo var líka tími inn á milli til að hafa það goptt og skemmta sér saman 🙂 Sumir notuðu þann tíma sem gafst milli æfinga til að kíkja í námsbækurnar en aðrir reyndu að komast til Húsavíkur í skemmtilega pirrandi leik, þ.e. pirrandi fyrir þá sem sáu ekki samhengið.

Æfingabúðir C sveitar

20151011_110630xxx

20151011_110417xxx

20151011_110216xxC sveit var í æfingabúðum helgina 9. – 11. október og æfði stíft fyrir hausttónleikana. Eins og við var að búast stóðu hljóðfæraleikararnir sig hreint frábærlega og ekki ofsögum sagt að hljómsveitin sem fór til baka hafi verið 50% betri en sú sem lagði af stað á föstudegi.
Það er því alveg tilefni til að fara að hlakka til hausttónleikanna sem verða í Háskólabíói, miðvikudaginn 4. néovember kl. 19:30.

Frábærar æfingabúðir

20151003_164636

20151003_162234

20151003_164833
B sveit SK fór í sérlega skemmtilegar og árangursríkar æfingabúðir helgina 2. – 4. október.
Það byrjaði þó ekki vel þegar rútubílstjórinn villtist á leiðinni en eftir að komið var á áfangastað gekk allt ljómandi vel. Þórður hljómsveitarstjóri vann mjög vel með krökkunum alla helgina og á milli æfinga var tími til að fara í sund, vera með kvöldvöku og skemmta sér saman á ýmsan hátt.
Fararstjórar í ferðinni sögðu að þetta hefði verið einstaklega skemmtilegur og samheldinn hópur og ekki annað að merkja við heimkomuna en að allir hefðu verið sérlega glaðir og ánægðir 🙂