Greinasafn fyrir flokkinn: Viðburðir

C sveit spilar á jólatónleikum sinfóníunnar

20161214_154443C sveitin okkar í SK var á sviði í Eldborg ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands á fernum tónleikum helgina 17. – 18. desember. Þetta var okkur mikill heiður og við lögðum allt í sölurnar til að gera okkar hlut í tónleikunum sem allra bestan. Við erum líka sérlega stolt af útkomunni, enda spiluðu allir eins og englar og sviðsframkoman var hrein snilld

Á undan tónleikunum voru A og B sveitir SK með jólatónleikana sína í Hörpuhorninu, A sveit á laugardeginum og B sveit á sunnudegi.

Hér má sjá nokkrar myndir frá æfingu C sveitar í Hörpu og tónleikunum sjálfum.

Frumherjar í heimsókn

14947523_10211175805970309_3889956925849501969_nMánudaginn 7. nóv komu nokkrir frumherjar SK í heimsókn í Digranesið í tilefni af því að 50 ár eru liðin frá fyrstu samæfingunni. Að sjálfsögðu fundum við til nokkur hljóðfæri handa mannskapnum og æfðum tvö lög, sem voru spiluð með mikilli spilagleði.

 

Grillveisla með þýskum gestum

Sk5551 Sk5552Við buðum gestum okkar frá Þýskalandi í grillveislu föstudaginn 19. ágúst. Þau öfðu þá æft linnulaust í salnum okkar frá kl. 10 til 19:30 og voru vel að veislunni komin. C sveitin okkar var með í veislunni og spjölluðu við gestina. Allt gekk þetta ljómandi vel fyrir sig og ber að þakka öllum sem aðstoðuðu við að gera kvöldið skemmtilegt, allir foreldrarnir sem lögðu hönd á plóg, C sveitarkrakkarnir sem mættu og héldu uppi stuðinu, Ali (Síld og Fiskur) sem lagði til svínakjötið og Holtakjúklingur sem styrkti okkur um kjúklinginn. Gestirnir okkar voru alsælir með kvöldið og munu eiga þessa minningu um ókomna tíð 🙂

Spilakvöld hjá A sveit

2016 A sveit spilakvöld12016 A sveit spilakvöld7

2016 A sveit spilakvöld15

A sveitin er svo heppin að hafa frábæra viðburðastjóra úr hópi foreldra sem skipulögðu spilakvöld fyrir krakkana. Við fengum í heimsókn skemmtilegt fólk frá Spilavinum sem voru með heilan helling af allskonar skemmtilegum spilum og allir skemmtu sér vel við að spila. Einnig var hlaðborð með girnilegum kræsingum sem hægt var að gæða sér á. Þetta var virkilega vel heppnuð og skemmtileg kvöldstund 🙂

Piparkökukvöld hjá A sveit

20151211_18022720151211_18014020151211_180127
Það var mikið stuð og fjör á piparkökukvöldi A sveitar í Digranesinu. Allir skemmtu sér konunglega við að skreyta piparkökur og jafnvel borða þær líka, hlusta á jólatónlist og drekka heitt kakó.
Svo var haldið inn í sal á meðan skreytingarnar þornuðu á piparkökunum og keppt í mikilli spurningakeppni.
Nýráðnir viðburðastjórar A-sveitar, Ásta, Sólrún og Valgerður sáu um að undirbúa og framkvæma og fá miklar þakkir fyrir 🙂