Covid19

Starf SK á COVID19-tímum

17. ágúst 2021

  • Tónlistarskólum er heimilt að sinna kennslu með 1 metra nálægðartakmörkun milli starfsfólks og nemenda. Ekki skulu vera fleiri en 50 einstaklingar fæddir 2004 og fyrr í hverju rými, þó er starfsmönnum heimilt að fara milli hópa, en þegar þeir geta ekki viðhaldið 1 metra nálægðartakmörkun hver gagnvart öðrum eða gagnvart nemendum sem fæddir eru árið 2004 eða fyrr skulu starfsmenn nota andlitsgrímu. Nemendur fæddir 2004 eða fyrr skulu einnig nota andlitsgrímur ef nálægðartakmörkunum verður ekki við komið, sé þess kostur.
    Öll tónlistarkennsla barna á leik- og grunnskólaaldri er heimil með sömu takmörkunum og gildir um skólastarf þeirra. Ekki þarf að halda sömu hópaskiptingu og er í grunnskólastarfi.
    Viðburðir tengdir starfi eða félagslífi tónlistarskóla, svo sem tónleikar, þegar um er að ræða nemendur fædda 2005 og síðar eru heimilir og skal framkvæmd vera í samræmi við ákvæði um grunnskóla, svo sem hvað varðar aðkomu foreldra eða annarra fullorðinna.
  • Um viðburði tengda starfi eða félagslífi tónlistarskóla þegar um er að ræða eldri nemendur fer eftir ákvæði um sviðslistir í reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar.
    Foreldrar og aðstandendur mega koma í tónlistarskóla en skulu gæta að sóttvörnum og bera andlitsgrímur ef ekki er hægt að viðhafa 1 metra nálægðarmörk. Aðrir en starfsmenn sem koma í tónlistarskóla, svo sem vegna vöruflutninga, skulu bera andlitsgrímur, gæta að 1 metra nálægðartakmörkunum og gæta sóttvarnaráðstafana.
    Ráðstafanir skulu gerðar til að þrífa og sótthreinsa byggingar og búnað eftir hvern dag og milli einstaklinga og hópa í sama rými