3. júní – A sveit í Lindaskóla og Álfaheiði

3. júní, 2022 - 12:00

Það verða rútur frá öllum skólunum.

Ég vonast til og bið eindregið um að öll börn úr A sveit mæti í verkefnið.

Einhver höfðu áhyggjur af því að missa af einhverju í skólanum en ég held að það verði lítið sem ekkert sem skarast við dagskrá skólanna því í flestum skólum er þetta skertur dagur.

Þannig að endilega mæta, við þurfum á öllum að halda!

Dagskráin er því þannig að krakkarnir mæta í rútur í sínum skóla, með hljóðfærið sitt og nóturnar og klædd í litrík útiföt 😊

Rútan kemur þeim í Lindaskóla og þar ætlum við að byrja að spila kl. 13.

Þegar því er lokið fer rútan með okkur að leikskólanum Álfaheiði þar sem við ætlum að spila stutta stund fyrir krakkana á leikskólanum kl. 14:00

Við erum svo búin þar um kl. 14:20.

Rútuplanið:

Rúta 1                             Brottför frá skóla:

Snælandsskóli             12:00

Kársnesskóli                 12:10

Kópavogsskóli             12:20

Smáraskóli                    12:30

Lindaskóli                      12:40

 

Rúta 2                             Brottför frá skóla:

Vatnsendaskóli           12:20

Hörðuvallaskóli           12:30

Lindaskóli                      12:40

 

Rúta 3                             Brottför frá skóla:

Tónhæð/Álfhólsskóli 12:20

Víghóll                            12:30

Lindaskóli                      12:40