Vortónleikar SK

Almennar upplýsingar til nemenda í A sveit og foreldra þeirra.

Á vortónleikum SK eru margir nemendur að stíga sín fyrstu skref á stóra sviðinu.
Vonandi verður sú reynsla þeim öllum jákvæð og skemmtileg.
Hér eru því nokkur atriði sem gott er að hafa í huga við undirbúning tónleikanna.

Aukaæfingar

Það er aukaæfing á laugardegi fyrir tónleika í Digranesi. Þar erum við bæði að æfa lögin okkar og framkomu á tónleikum. Þetta er því Generalprufan okkar og á generalprufu þarf allt að vera eins flott og á tónleikunum sjálfum. Aukaæfing/generalprufa A sveitar er kl. 10:45 – 11:45
Síðan er aukaæfing á tónleikadeginum sjálfum í Háskólabíói. Þá erum við að máta hljómsveitina á sviðið, allir fá að sjá hvar þeir eiga að sitja og við kynnumst leiðinni sem við göngum inn á sviðið og út af því aftur. Æfing A sveitar er kl. kl. 12:20 – 13:00.
Það gefst því ekki tími til að fara heim á milli æfingar og tónleika. Til að enginn verði svangur er boðið upp á pylsu og drykk frá kl. 13:00 – 13:30. Þar sem allir eru væntanlega í sparifötunum sínum er mikilvæt að passa að sulla ekki niður á sig. Sumir velja að vera með peysu eða yfirhöfn til að fara í yfir sparifötin á meðan borðað er.

Tónlistin

Þegar styttist í tónleika er alveg nauðsynlegt að allir kunni lögin sín mjög vel. Það getur þýtt að ef lögin eru ekki alveg á hreinu að það þurfi að æfa þau sérlega vel (og oft) heima og jafnvel fá kennarann sinn til að aðstoða sig ef eitthvað vantar uppá.

Klæðnaður

Allir mæta í fínum sparifötum á tónleikana. Krakkar í A sveit mega gjarnan vera í litríkum fötum en umfram allt verða þau að vera sparileg og fín.

Tónleikarnir

A sveitin er alltaf fyrst á svið á vortónleikunum. Þegar þau eru búin að spila sinn hluta tónleikanna mega þau fara fram í sal og setjast hjá foreldrum sínum og fjölskyldu. Við gerum alltaf ráð fyrir því að allir sitji tónleikana til enda. Það er svo mikilvægt að sjá hvað hinir krakkarnir eru að spila og einnig sjálfsagðir og góðir tónleikasiðir að ganga ekki út af tónleikum.
Oft koma systkini með á vortónleikana okkar sem er mjög skemmtilegt. Hins vegar er ekki æskilegt að mjög ung börn séu á tónleikunum því barnsgrátur og önnur hljóð geta truflað hljóðfæraleikarana.